154. löggjafarþing — 99. fundur,  19. apr. 2024.

fjármálaáætlun fyrir árin 2025--2029.

1035. mál
[17:30]
Horfa

mennta- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F):

Virðulegi forseti. Jú, við erum að fylgja eftir þingsályktun um Barnvænt Ísland. Þetta er eitt af því sem átti að ljúka fyrir árslok 2023 en eins og ég segi þá eru atriði í þessari áætlun sem hafa hliðrast eilítið og þetta er eitt þeirra. Það er bara heiðarlegt að viðurkenna að þetta hefur tekið lengri tíma. Ef ég skil það rétt þá þarf að fylgja þessu eftir með ákveðnum hætti vegna þess að þú verður að þjónusta börn, þú þarft að aðstoða þau við að gera þetta, að kæra til barnaréttarnefndarinnar og þetta er þar undir. En við ýtum á eftir þessu og munum gera það áfram. Ég þakka hvatninguna frá hv. þingmanni. Við deilum þeirri skoðun að þessi leið á að vera opin fyrir börn og ungmenni.